Nílótíníb - LSH

Nílótíníb (Tasigna)

Nílótíníb er týrósín kínasa hemill. Lyfið er skráð í Evrópu (EMA) og í Bandaríkjunum (FDA) sem meðferð sjúklinga með nýgreint langvinnt kyrningahvítblæði (CML) sem eru í krónískum fasa sjúkdómsins og með Philadelphia litninginn. NICE mælir með nílótíníbmeðferð hjá sjúklingum með nýgreint CML sem eru í krónískum fasa sjúkdómsins (TA251) og einnig sem annarrar línu meðferð sjúklinga sem svara ekki hefðbundnum skammti af imatiníbi eða þola ekki imatiníb sökum aukaverkana (TA241). Nílótíníb er notað við CML í krónískum fasa í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi.
Útgefið 4. nóvember 2013
 

<< Til baka