Everólímus (Afinator) - LSH

Everólímus (Afinitor) LSH

Everólímus er sértækur hemill á mTOR (mammalian target of rapamycin). Everólímus binst innanfrumupróteininu FKBP-12, og myndar fléttu sem hamlar verkun mTORC1 (mTOR complex-1). Hömlun á mTORC1 boðefnaferlinum hefur áhrif á myndun og stjórnun próteina sem taka þátt í frumuhringnum, myndun æða og sykurrofi. Everólímus dregur úr þéttni æðaþelsvaxtarþáttar (VEGF) sem örvar myndun æða í æxlum. Lyfið getur með þessari verkun hamlað framgangi krabbameins.  Lyfið hefur verið skráð til notkunar í Bandaríkjunum og Evrópu og er ráðlagt í klíniskum leiðbeiningum NCCN (National Comprehensive Cancer Network) [1], EAU (European Association of Urology) [2]* og ESMO (European Assocation of Medical Oncology) [3]**. Lyfið er í klínískum leiðbeiningum í Noregi, Svíþjóð og Danmörk og er til umfjöllunar í Finnlandi (sjá fylgiskjal). Lyfið hefur ekki verið samþykkt hjá NICE.
Útgefið 4. nóvember 2013
 

<< Til baka