Abíraterón (Zytiga) -LSH
Abíraterón (Zytiga) - LSH
Abíraterón bælir myndun testósteróns utan eistna og minnkar þannig styrk þess umfram það sem næst með bælingu á framleiðslu þess í eistum eða með brottnámi eistna. Lyfið hamlar ensíminu CYP-17 sem er nauðsynlegt við myndun testósteróns og getur þannig tafið framgang blöðruhálskirtils-krabbameins. Lyfið hefur verið skráð í Bandaríkjunum og Evrópu og er samþykkt af NICE.
Útgefið 4. nóvember 2013