Vanlíðan

Allir sem greinast með krabbamein finna fyrir einhverri vanlíðan (e. distress) í tengslum við greiningu sjúkdómsins, vegna afleiðinga hans og þeirrar meðferðar sem beitt er. Vanlíðan getur komið fram á öllum stigum sjúkdóms og eftir að meðferð lýkur. Það er fullkomnlega eðlilegt að finna fyrir vanlíðan sem er mismikil, allt frá því að vera væg og yfir í að vera mjög mikil og alvarleg og hafa veruleg áhrif á líf þess sem fyrir henni finnur.

Um 30-40% sjúklinga finna fyrir mjög mikilli vanlíðan sem er mikilvægt að greina og meðhöndla. Mikil vanlíðan, skortur á greiningu og meðferð getur haft margs konar afleiðingar, t.d. dregið úr meðferðarheldni, fjölgað komum til lækna, dregið úr lífsgæðum og jafnvel haft áhrif á horfur.

Vanlíðan - LSH

<< Til baka