Ofbeldi í nánum samböndum- LSH

Samkvæmt Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) er ofbeldi vaxandi vandamál um heim allan. WHO hefur beint þeirri áskorun til allra aðildalanda sinna að aukinni athygli verði beint að þolendum ofbeldis og þeim alvarlegu afleiðingum sem það hefur bæði til lengri og skemmri tíma. Ofbeldi er oft dulið vandamál, einkum svokallað fjölskylduofbeldi, þar á meðal ofbeldi í nánum samböndum.

Tölur um tíðni þess eru breytilegar enda háðar rannsóknaraðferðum, skráningu upplýsinga og þeim skilgreiningum sem stofnanir og heilbrigðisyfirvöld styðjast við. Rannsóknir sem gerðar voru í 48 þjóðlöndum benda til að á heimsvísu séu 10–69% kvenna beittar ofbeldi í nánu sambandi einhvern tímann á ævinni.

 

Ofbeldi í nánum samböndum, klínískar leiðbeiningar á vef LSH

Flýtispjald og bæklingur á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

<< Til baka