Lifrarbólga B (CHB) --- LSH

Lifrarbólga B er mjög algeng veirusýking og u.þ.b. þriðjungur mannkyns hefur sýkst þó flestir veikist ekki alvarlega og læknist án lyfjameðferðar, en 350 – 400 milljónir manna eru með langvinna lifrarbólgu B.
350 – 400 milljónir manna eru með langvinna lifrarbólgu B
Klínískur gangur slíkrar sýkingar er þó mjög mismunandi allt frá óvirku beraástandi án verulegrar lifrarbólgu til ágengrar lifrarbólgu sem getur leitt til skorpulifrar og/eða myndunar lifrarkrabbameins en þessir sjúkdómar valda yfir einni milljón dauðsfalla árlega og leiða til 5-10% af lifrarígræðslum. 
Útgefið  27. júní 2012    

<< Til baka