Leiðbeiningar um greiningu astma hjá íþróttafólki

Astmi er algengur bólgusjúkdómur í öndunarfærum sem einkennist af endurteknum köstum af mæði, hósta, surgi, þyngslum fyrir brjósti og slímuppgangi.

 Berkjuauðertni og breytileg skerðing á fráblæstri sem gengur yfir með eða án meðferðar er einkennandi fyrir astma og  er algeng hjá keppnisíþróttafólki. og er ýmist talað um  áreynsluastma eða áreynslubundna berkjuþrengingu.

Tekið hefur verið saman verkferli til að auðvelda greiningu astma hjá íþróttafólki og einnig fylgir listi yfir þau lyf sem eru leyfð og einnig þau sem eru á bannlista.

 Útgefið í júní 2012.

 Höfundar: Dóra Lúðvíksdóttir og Reynir Björn Björnsson.Stýrihópur um klínískar leiðbeiningar leggur til að vitnað sé til
þessara leiðbeininga á eftirfarandi hátt:

Lúðvíksdóttir, D. og Björnsson, R.B. Leiðbeiningar um greiningu astma hjá íþróttafólki. Embætti landlæknis, 2012. (Skoðað dd.mán ár).
Sótt á: xxx

Leiðbeiningar um greiningu astma hjá íþróttafólki (pdf) 

Vefsíða yfirfarin 26.06.2012

<< Til baka