Ytri öndunarvélar - meðferð við bráðri öndunarbilun - LSH

Bráð öndunarbilun er algengt klínískt vandamál og oft dánarorsök sjúklinga með langvinna lungnateppu (LLT). Hefðbundin öndunarvélarmeðferð með barkaþræðingu (innri öndunarvél) hefur lengi verið kjörmeðferð en krefst bæði mannafla og fjármagns og felur í sér áhættu, svo sem spítalasýkingar, þrýstingsáverka (barotrauma) og áverka á öndunarfæri. Á síðasta áratug hefur fjöldi rannsókna leitt í ljós að öndunarstuðningur með ytri öndunarvélum (BiPAP/CPAP) minnkar verulega þörf á barkaþræðingu, styttir legutíma á gjörgæsludeildum og minnkar hjúkrunarþörf.

Notagildi ytri öndunarvéla (BiPAP/CPAP) nær til öndunarbilunar af fleiri orsökum en LLT. CPAP er þannig mjög árangursrík meðferð við lungnabjúg. Almennt má þó segja að öndunarstuðningur sé árangursríkari þegar öndunarbilun einkennist af hækkuðum hlutþrýstingi koltvísýrings í blóði en lækkuðum súrefnisþrýstingi.

 Leiðbeiningar á vef LSH

<< Til baka