Velgjuvörn og meðferð ógleði og uppkasta vegna krabbameinslyfja- og/eða geislameðferðar - LSH

Ógleði og uppköst tengd krabbameinslyfja- og/eða geislameðferð er algengt vandamál og er ofarlega í huga sjúklinga yfir þau einkenni sem þeir óttast mest. Tíðni ógleði og uppkasta tengd krabbameinslyfjameðferð er í heildina 70-80 %, þrátt fyrir framfarir með tilkomu nýrra velgjuvarnarlyfja.

Á Landspítala upplifðu 31-62% sjúklinga í krabbameinslyfjameðferð ógleði og 17-31% uppköst. Ennfremur hafa rannsóknir leitt í ljós að læknar og hjúkrunarfræðingar vanmeta tíðni ógleði og uppkasta um helming. Ógleði og/eða uppköst tengd krabbameinslyfjameðferð geta því haft veruleg áhrif á lífsgæði einstaklinga og leitt til verri meðferðarheldni krabbameinslyfjameðferðar. Ógleði og uppköst geta einnig valdið ójafnvægi í efnaskiptum, næringarskorti, þurrki og megrun, sem svo aftur getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir áframhaldandi meðferð og þar með á horfur sjúklings.

 Leiðbeiningar á vef LSH

<< Til baka