Tannvernd

Vellíðan og betri lífsgæði fylgja heilbrigði. Fötlun og tap vefja í munni eru óafturkræf og krefjast gjarnan notkunar stoðtækja í formi munngerva af ýmsu tagi. Slík fötlun hefur áhrif á sjálfsmynd og andlegt atgervi hvers manns.


Forvarnir leiða því sannanlega til betra heilbrigðis og meiri lífsgæða. Höfundar nýlegrar gagnreyndrar yfirlitsgreinar komust ekki að niðurstöðu um hversu mikill fjárhagslegur ávinningur hlýst af forvörnum á þessu sviði, en ávinningur hvers einstaklings í formi heilbrigðis og vellíðunar er ljós.

Leiðbeiningar um varnir gegn tannátu á Íslandi voru unnar af vinnuhópi á vegum Landlæknisembættisins. Hópinn skipa W. Peter Holbrook tannlæknir og formaður vinnuhópsins, Helga Ágústsdóttir tannlæknir, Hólmfríður Guðmundsdóttir tannlæknir, Inga B. Árnadóttir tannlæknir, Sigurður Rúnar Sæmundsson tannlæknir og Þorsteinn Sch. Thorsteinsson tannlæknir.

Gefið út 9. september 2005

Stýrihópur um klínískar leiðbeiningar leggur til
að vitnað sé til þeirra á eftirfarandi hátt:

Holbrook WP, Ágústsdóttir H, Guðmundsdóttir H, Árnadóttir IB, Sæmundsson SR, Scheving Thorsteinsson Þ. Varnir gegn tannátu á Íslandi. Klínískar leiðbeiningar. Landlæknisembættið,2005. (Skoðað dd. mán ár). Sótt á: Tannvernd

Ítarefni og erlendar leiðbeiningar

Preventing Dental Caries (Att förebygga karies). A systematic and critical assessment of the scientific evidence concerning the preventive effects of various methods

Kerfisbundið yfirlit unnið í Svíðþjóð af SBU (The Swedish Council on Technology Assessment in Health Care). Október 2002

Prevention of Dental Caries in Preschool Children
U.S. Preventive Services Task Force. Apríl 2004.

 

27. júní 2013 Endurskoðun Klínískra leiðbeininga um varnir gegn tannátu er hafin. 

Leiðbeiningar um varnir gegn tannátu á Íslandi (pdf) 

Vefsíða yfirfarin 20.04.2016

<< Til baka