Sýklalyfjagjöf til varnar gegn hjartaþelsbólgu - LSH

Gefnar hafa verið út endurskoðaðar klínískar leiðbeiningar um varnandi sýklalyfjagjöf gegn hjartaþelsbólgu.  Leiðbeiningarnar byggja á klínískum leiðbeiningum frá NICE og eru unnar í samráði við tannlækna og hjartalækna.  Í leiðbeiningunum felst sú breyting að ekki er lengur mælt með varnandi sýklalyfjagjöf við tilteknar aðgerðir hjá sjúklingum í skilgreindum áhættuhópum.
Hafa ber í huga að bakteríublóðsmit getur átt sér stað án nokkurs inngrips
Hafa ber í huga að bakteríublóðsmit getur átt sér stað án nokkurs inngrips, jafnvel við að tyggja og bursta tennur og áhersla á meingerð hjartaþelsbólgu hefur beinst frá inngripatengdu bakteríublóðsmiti til heildar bakteríublóðsmits (cumulative bacteraemia). Má leiða að því rök að bakteríublóðsmit við tannaðgerð auki ekki hættu á hjartaþelsbólgu svo neinu nemi. Í nýlegu Cochrane yfirliti var niðurstaðan sú að engin gagnreynd rök styddu gjöf penicillíns eða annarra sýklalyfja til að koma í veg fyrir hjartaþelsbólgu við ífarandi tannaðgerðir.
 
Endurskoðað og uppfært 20. nóvember 2013 

 Sýklalyfjagjöf til varnar gegn hjartaþelsbólgu, leiðbeiningar á vef LSH

Vefsíða yfirfarin 27.01.2015

<< Til baka