Súrefnismeðferð - LSH

Súrefni er mikið notað lyf á Landspítala. Leiða má líkur að því að um töluverða ofnotkun sé að ræða. Engar leiðbeiningar eru til um súrefnismeðferð á spítalanum og starfsfólk hefur til þessa haft frjálsar hendur um gjöf þess bæði hvað varðar ábendingar, magn og á hvaða hátt það er gefið ólíkt flestum öðrum lyfjum. Rétt gjöf súrefnis er sjúklingum mikilvæg en röng gjöf getur reynst hættuleg, t.d. ef of lítið eða of mikið er skammtað.

Súrefni er dýrt lyf og kostnaður spítalans vegna þess var 120 milljónir króna árið 2009. Nýlega hafa komið fram vandaðar en þó einfaldar leiðbeiningar um súrefnisgjöf frá breska lungnalæknafélaginu (British Thoracic Society, Guidelines for emergency oxygen use in adult patients, October 2008) sem studdar eru af 21 sérgreinafélagi í Bretlandi. Vinnuhópurinn þýddi, stytti og staðfærði bresku leiðbeiningarnar og birtast þær hér.

Súrefnismeðferð, leiðbeiningar á vef LSH

<< Til baka