Sóragigt - notkun TNF alfa hemla - LSH

Sóragigt, eins og iktsýki, veldur liðskemmdum og fötlun ef ekki er gripið til virkrar lyfjameðferðar. Það sem einkennir sóragigt frá iktsýki er að sjúklingar með sóragigt eru með auk bólgu í útlimaliðum, húðsjúkdóm, áberandi festumein, pulsufingur og þeir fá oft hraðar liðskemmdir í smáliði, aðallega fjarkjúkuliði í höndum. Þá hafa sjúklingar með psoriasis aukna áhættu á að hafa hryggikt.

Sóragigt flokkast sem "sero-negative" gigt, þ.e. flestir sjúklingar hafa ekki gigtarþætti í blóði (RF eða CCP). Algengi sóragigtar hér á landi er 0.16% skv. nýlegri rannsókn sem unnin var við Rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum.

Sóragigt - notkun TNF alfa hemla, leiðbeiningar á vef LSH

<< Til baka