Ofnæmislost

Þessar leiðbeiningar, sem einnig birtust í Læknablaðinu (nóvember 2002), voru unnar af vinnuhópi sérfræðinga í ónæmisfræði, en hópinn skipuðu Unnur Steina Björnsdóttir, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, og Björn Rúnar Lúðvíksson. Einnig komu að gerð leiðbeininganna Sigurður Helgason og Rannveig Einarsdóttir.

Algengi ofnæmislosts virðist fara vaxandi meðal vestrænna þjóða. Þar sem um lífshættulegt ástand er að ræða er mikilvægt að fyrsta meðferð ofnæmislosts grundvallist á skjótum og réttum viðbrögðum hverju sinni.

Stýrihópur um klínískar leiðbeiningar leggur til að vitnað sé
til þeirra á eftirfarandi hátt:

Björnsdóttir US, Einarsdóttir R, Helgason S, Lúðvíksson BR, Sigurðardóttir SÞ. Ofnæmislost. Klínískar leiðbeiningar. Landlæknisembættið, 2002. (Skoðað dd.mán ár). Sótt á:

Ofnæmislost klínískar leiðbeiningar (pdf) 

<< Til baka