Næring - LSH

Vannæring er ástand þar sem skortur á orku, próteinum eða öðrum næringarefnum hefur neikvæð áhrif á líkamann og starfsemi hans. Vannæring hefur áhrif á þroska, virkni og útlit líkamans og almennt heilsufar einstaklinga og getur leitt til alvarlegra veikinda.

Oftast er hugtakið vannæring notað yfir skort á próteini og orku og þá kallað prótein-orku-vannæring (protein-energy-malnutrition - PEM) en ekki er óalgengt að einstaklingar sem eru vannærðir skorti einnig vítamín og steinefni sem getur haft neikvæðar afleiðingar.

Næring, leiðbeiningar á vef LSH

<< Til baka