Natalizúmab - LSH

Natalizumab er raðbrigða mannaaðlagað einstofna mótefni sem binst samloðunarsameind alfa-4-integríns á yfirborði virkjaðra T-frumna og annarra einkjarna hvítkorna. Þetta hamlar flæði hvítra frumna að bólgnum vefjum m.a.í miðtaugakerfi og dregur þannig úr bólgu.

Lyfið er gefið í innrennsli í bláæð á einni klukkustund á fjögurra vikna fresti. Fylgjast ber með sjúklingum meðan á innrennslisgjöf stendur og í eina klukkustund á eftir vegna hugsanlegra ofnæmisviðbragða. Hvorki skert lifrarstarfsemi né skert nýrnastarfsemi eru talin hafa áhrif á umbrot natalizúmabs.

Natalizúmab, leiðbeiningar á vef LSH

<< Til baka