Meðgönguvernd

Leiðbeiningarnar hafa verið unnar með það að markmiði að birta yfirgripsmiklar og gagnreyndar upplýsingar um bestu mögulegu þekkingu um meðgönguvernd heilbrigðra kvenna sem ganga með eitt barn. Þær ættu að auðvelda fagfólki og barnshafandi konum að taka upplýsta ákvörðun um meðferð sem byggð er á gagnreyndum upplýsingum.

Mikilvægt er að hverri konu sé gert kleift að taka upplýsta ákvörðun um þá þjónustu sem hún þiggur á meðgöngunni. Það er á ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna sem annast konuna að útskýra hvaða valkosti hún hefur og veita skýrar og óhlutdrægar upplýsingar. Virða ber þá ákvörðun sem konan tekur.

Meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu - klínískar leiðbeiningar

Leiðbeiningar þessar, Meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu, eru önnur útgáfa samnefndra leiðbeininga sem fyrst komu út í apríl 2008. Þær hafa verið endurskoðaðar með hliðsjón af endurskoðuðum klínískum gagnreyndum leiðbeiningum um meðgönguvernd frá National Institute for Clinical Excellence (NICE) sem út komu í mars 2008, Antenatal Care.

Stýrihópur um klínískar leiðbeiningar leggur til að vitnað sé til þessara leiðbeininga á eftirfarandi hátt:

Kristjánsdóttir H., Kristinsdóttir JD., Aradóttir AB., Hauksson A., Gottfreðsdóttir H., Reynisson R., Jónsdóttir SS. og Steingrímsdóttir Þ. Meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu. Klínískar leiðbeiningar. Landlæknisembættið 2010. (Skoðað dd. mán ár). Sótt á:

Ítarefni sem vísað er til í leiðbeiningunum

Erlendar leiðbeiningar:

Dreifibréf Landlæknisembættisins:

Bæklingar og annað fræðsluefni

Annað ítarefni:

Síðast breytt/uppfært 22. júní 2017

Meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu. Klínískar leiðbeiningar, 2. útg. (pdf) 

Vefsíða yfirfarin 17.12.2014

<< Til baka