Lungnaháþrýstingur hjá fullorðnum: Greining, meðferð og eftirfylgni - LSH

Lungnaháþrýstingur er blóðaflfræðilegt og lífeðlismeinafræðilegt ástand skilgreint sem aukning á meðalþrýstingi í lungnaslagæð (mean PAP > 25 mmHg) í hvíld mælt í hjartaþræðingu. Þrýstingur í lungnaslagæðum getur hækkað vegna margvíslegra undirliggjandi sjúkdóma. Eðlilegur meðalþrýstingur í lungnaslagæð í hvíld er 14 ± 3 mmHg þar sem efri eðlilegu þrýstingsmörk eru 20 mmHg.

Þörf er á frekari rannsóknum til að varpa ljósi á hvernig bregðast eigi við þegar meðalþrýstingur í lungnaslagæð er á bilinu 21-25 mmHg eða þegar lungnaþrýstingurinn er einungis hækkaður við áreynslu.

Lungnaháþrýstingur hjá fullorðnum, leiðbeiningar á vef LSH

<< Til baka