Líknarmeðferð - LSH

Árið 2002 skilgreindi Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) líknarmeðferð (e. palliative care) sem meðferð sem bætir lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra andspænis lífshættulegum sjúkdómi. Með því að greina snemma og meta á markvissan hátt verki og önnur vandamál, líkamleg, sálfélagsleg og andleg, má koma í veg fyrir og lina þjáningu. Líknarmeðferð er hvoru tveggja hugmyndafræði og háþróuð meðferð.

Í bandarískum leiðbeiningum um líknarmeðferð frá árinu 2004 (The National Consensus Guidelines for Palliative Care) segir að markmið líknarmeðferðar (e. palliative care) sé að koma í veg fyrir og lina þjáningu og stuðla að bestu mögulegum lífsgæðum sjúklings og fjölskyldu hans án tillits til stöðu sjúkdóms og þörf fyrir aðra meðferð. Megin áhersla hefðbundinnar læknisfræðilegrar meðferðar er að lækna sjúkdóma eða draga úr einkennum þeirra á meðan megin áhersla líknarmeðferðar er að bæta lífsgæði sjúklings og fjölskyldu, viðhalda eins mikilli getu og hægt er, styðja við ákvarðanatöku og gefa möguleika á andlegum vexti

Líknarmeðferð, leiðbeiningar á vef LSH

<< Til baka