Kviðskilun - sýkingar - LSH

Sýkingar eru nokkuð algengur fylgikvilli kviðskilunar: a) leggtengdar sýkingar (sýking við húðop og/eða í legggangi („tunnel")) og b) lífhimnusýkingar. Eftirfarandi leiðbeiningar lúta að fyrirbyggjandi aðgerðum, greiningu og meðferð við ofangreindum sýkingum. Þær byggja að miklu leyti á leiðbeiningum frá International Society of Peritoneal Dialysis og mati á slembuðum meðferðarrannsóknum sem unnið var í samvinnu við Cochrane-stofnunina.

Þessir aðilar leggja áherslu á að tillit sé tekið til staðbundinnar bakteríuflóru við sýklalyfjaval og hér er því stuðst við óbirtar niðurstöður rannsóknar á kviðskilunartengdum sýkingum á Landspítala og upplýsingar frá sýklafræðideild Landspítala um sýklalyfjanæmi á Íslandi. Höfundar leiðbeininganna eru Margrét Árnadóttir nýrnalæknir og Már Kristjánsson smitsjúkdómalæknir.

Útgefið 14. mars 2012

Kviðskilun - sýkingar, leiðbeiningar á vef LSH

 

 

<< Til baka