Klamydía

Hvatt er til tækifærisskimunar (opportunistic screening) hjá einstaklingum í aukinni hættu á að hafa einkennalausa klamýdíu auk þess sem lögð er áhersla á að tekin séu sýni hjá þeim sem hafa einkenni sem gætu verið vegna klamýdíu.

Sýnataka er einföld og er vísað í leiðbeiningar um sýnatökur á heimasíðu sýklafræðideildar Landspítala háskólasjúkrahúss. Yfirleitt eru ekki tekin sýni til að kanna hvort meðferð hafi upprætt sýkingu nema ef einkenni haldast eða koma aftur og ef sjúklingur hefur ekki tekið lyfin eða hætta er á endursýkingu. Ekki ráðlagt að taka sýni til staðfestingar á lækningu fyrr en a.m.k. 3 vikum eftir að meðferð lýkur til þess að forðast falskt jákvæða greiningu vegna dauðra baktería.

Markmið með gerð leiðbeininganna er að draga úr því heilsufarsvandamáli sem klamýdía og fylgikvillar hennar er. Með því að heilbrigðisstarfsfólk sé vel á verði og ráðleggi sýnatökur til að greina klamýdíu er vonast til að fækka megi klamýdíu-tilfellum þegar fram í sækir. Til sýklafræðideildar Landspítalans bárust 14594 sýni árið 2007 og voru 1731 þeirra jákvæð eða 11,9%. Þrátt fyrir aukinn sýnafjölda helst hlutfall jákvæðra svipað á milli ára.

Útgefið 1. desember 2009

Nánari upplýsingar um klamýdíusýkingar

Klamýdíusýkingar eftir mánuði og ári, 1997-2009 (Tölur frá sóttvarnalækni á þessum vef).

 

Stýrihópur um klínískar leiðbeiningar leggur til að vitnað sé til
þessara leiðbeininga á eftirfarandi hátt:


Ólafsson JH, Steingrímsson Ó, Einarsdóttir R, Geirsson RT, Sigurður Helgason S, Davíðsson S. Kynsjúkdómar. Meðferð, greining og eftirlit við klamydíu. Samantekt ráðlegginga. Klínískar leiðbeiningar. Landlæknisembættið, 2001. (Skoðað dd.mán ár). Sótt á:


Hagnýtar vefslóðir:
Leiðbeiningar frá SIGN um meðferð klamydíu, gefnar út í mars 2009
Sóttvarnalög

 

Íslenskar leiðbeiningar um meðferð klamydiu (pdf) 

Vefsíða yfirfarin 25.05.2012

<< Til baka