Ípilímúmab - LSH

Ípilímúmab er einstofna IgG1 mannamótefni sem binst CTLA-4 (Cytotoxic T-lymphocyte-associated antigen 4) á yfirborði T-eitilfrumna sem hemur virkni T-eitilfrumna. Ípilímúmab hindrar virkjun CTLA-4 og örvar þannig T-eitilfrumur til að ráðast gegn æxlisfrumum. Lyfið hefur verið skráð í Bandaríkjunum og miðlægt í Evrópu og þar með á Íslandi til meðferðar á sortumeinum.

Útgefið 1. mars 2012

Uppfært 8. nóvember 2013

Ípilímúmab, leiðbeiningar á vef LSH

Vefsíða yfirfarin 08.11.2013

<< Til baka