Iktsýki og Still's sjúkdómur - notkun TNF alfa hemla - LSH

Iktsýki og Still's sjúkdómur - notkun TNF alfa hemla

Iktsýki er krónískur bólgusjúkdómur með algengi um 1-2 %. Konur veikjast oftar en karlar og sjúkdómurinn kemur oftast fram á miðjum aldri og tíðni hans er svipuð um allan heim. Iktsýki getur valdið óafturkræfum liðskemmdum og minnkaðri færni, jafnvel örorku.
 
Enda þótt orsökin sé enn ókunn, þá hefur vaxandi þekking á bólguferlinu og meingerð sjúkdómsins skilað sér í tilkomu nýrra lyfja, svokallaðra líftæknilyfja sem valdið hafa byltingu í meðferðinni. Þetta eru t.d. lyf sem hemja boðefnið TNF-alfa en það er mikilvægt í bólguferlinu sem einkennir sjúkdóminn.
Útgefið 5. mars 2013 
 

Iktsýki og Still's sjúkdómur - notkun TNF alfa hemla, leiðbeiningar á vef LSH

 

<< Til baka