Hiti og kyrningafæð - LSH

Hvítkornafæð er algengur fylgikvilli hjá sjúklingum á frumueyðandi lyfjameðferð gegn illkynja sjúkdómum og er mikilvægur áhættuþáttur sýkinga. Aðrir þættir sem auka marktækt hættu á sýkingum eru sködduð húð og slímhúðir í munni, hálsi og meltingarvegi sem geta stafað af eituráhrifum lyfja- eða geislameðferðar eða sjálfri hvítkornafæðinni. Hiti er oft eina vísbendingin um sýkingu hjá sjúklingum með hvítkornafæð.

Aðeins um þriðjungur þessara sjúklinga hefur staðfesta sýkingu í upphafi, hjá hinum er ekki hægt að staðsetja sýkingu eða sanna sýkingarvald. Þrátt fyrir að sýkingarstaður sé ekki þekktur skal hefja sýklalyfjameðferð tafarlaust til þess að koma í veg fyrir að sýkingin verði lífshættuleg. Þetta þýðir að í upphafi verður að beita reynslumeðferð (empírísk) og byggist hún á niðurstöðum rannsókna og staðbundinni reynslu.

Útgefið 24. september 2013

Hiti og kyrningafæð, leiðbeiningar á vef LSH

<< Til baka