Heilablóðfall - næringar og vökvavandi - LSH

Heilablóðfall er ein aðalorsök líkamlegrar fötlunar hjá fullorðnum og þriðja algengasta dánarorsök í hinum vestræna heimi. Afleiðingar heilablóðfalls geta orðið mjög kostnaðarsamar fyrir samfélagið og einstaklinginn sem fyrir því verður.

Margvísleg brottfallseinkenni frá taugakerfinu geta fylgt í kjölfarið, s.s. lamanir, kyngingarerfiðleikar og mál- og talörðugleikar. Einkennin geta haft veruleg áhrif á getu einstaklingsins til að matast og drekka. Á Íslandi fá um 750 einstaklingar heilablóðfall árlega.

Útgefið 1. desember 2010

Heilablóðfall - næringar og vökvavandi, leiðbeiningar á vef LSH

<< Til baka