Fótasár - LSH

Til fótasára teljast sár á fótum og fótleggjum. Flest fótasár má rekja til veikleika/sjúkdóma í æðakerfi ganglima (bláæðasár og slagæðasár). Sykursýkisár flokkast í taugakvillasár (neuropatísk sár) og taugakvillasár með blóðþurrð (neuroiskemísk sár). Taugakvillasárin eru vegna varanlegra skyntaugaskemmda í fótum, sem oft fylgja sykursýki en eru án æðaskemmda. Í taugakvillasárum með blóðþurrð eru skyntaugaskemmdir og slagæðakölkun með skertu blóðflæði samverkandi þættir.

Aðrir orsakaþættir langvinnra fótasára eru t.d. ónæmissjúkdómar, svo sem æðabólga, pyoderma gangrenosum og iktsýki (immúnólógísk sár). Þá getur illkynja frumuvöxtur verið orsök sáramyndunar en getur líka verið afleiðing af langvinnum sárum.

Útgefið 1. september 2010

Fótasár, leiðbeiningar á vef LSH

<< Til baka