Enfuvirtide - LSH

Enfuvirtide er eingöngu valkostur fyrir HIV-1 sýkta sjúklinga sem hafa fengið umtalsverða andretroveiru meðferð sem hefur brugðist og flestir valkostir verið reyndir. Forsenda fyrir notkun lyfsins er að sýnt hafi verið fram á ónæmi eða óþol fyrir mörgum andretróveirulyfjum. Ónæmið skal vera staðfest með arfgerðargreiningu (genotypic) eða svipgerðarónæmisprófi (phenotypic). Lyfið þarf þó alltaf að vera gefið ásamt öðrum HIV lyfjum sem enn er eitthvað næmi fyrir.

Hugsanlegt er að HIV sýktur einstaklingur sem ekki hefur hlotið meðferð hafi smitast af veirustofni með margþættu ónæmi, geti þurft á meðferð að halda með enfuvirtide frá upphafi. Rétt er að benda á að lyfið er umtalsvert dýrara en önnur alnæmislyf.

Uppfært 8. júlí 2011

Enfuvirtide, leiðbeiningar á vef LSH

 

<< Til baka