Endurlífgun

Hjartaskyndidauði er orsök um 700.000 dauðsfalla árlega í Evrópu og er ein algengasta dánarorsökin. Líklega eru flestir þessara einstaklinga upphaflega í sleglatifi eða sleglahraðtakti, en þegar fyrsta hjartarafrit er tekið er algengast að einungis sé rafleysa til staðar í hjarta. Sleglatif einkennist af hraðri og óreglulegri afskautun í hjartanu. Hjartað missir samhæfingu sína og hættir að dæla blóði.

Einstaklingar geta lifað af hjartastopp ef nærstaddir bregðast strax við á réttan hátt á meðan sleglatif er enn til staðar. Kjörmeðferð við hjartastoppi af völdum sleglatifs er að strax sé hafið hjartahnoð og öndunaraðstoð auk þess sem hjartarafstuð er gefið eins fljótt og hægt er. Verði hjartastopp í kjölfar áverka, lyfjaeitrunar, drukknunar eða hjá börnum er köfnun oft að baki og því er öndunaraðstoð mikilvæg þegar reynd er endurlífgun.Samstarfsverkefni Rauða kross Íslands, Skyndihjálparráðs Íslands og Endurlífgunarráðs Íslands.


Hér fyrir neðan eru einnig veggspjöld um sérhæfða endurlífgun á flæðiritum. 

Endurlífgunarráð Íslands og ERC eiga höfundarréttinn af flæðiritunum. Þau eru aðgengileg á vef Endurlífgunarráðs og hér fyrir neðan. Þau er aðeins til afnota eins og þau eru og ekki er leyfilegt að breyta á nokkurn hátt, dreifa eða selja.


Grunnendurlifgun fullorðinna 2010 - leiðbeiningar

Nýjar leiðbeiningar í endurlífgun 2010. Samantekt breytinga

Grunnendurlífgun & sjálfvirkt hjartastuðtæki

Eyðublað vegna notkunar á AED

Sérhæfð endurlífgun - almennt vinnuferli

Sérhæfð endurlífgun - hægataktur

Sérhæfð endurlífgun - hraðtaktur með púls

Endurlífgun á sjúkrahúsi (1)

Endurlífgun á sjúkrahúsi (2)

Endurlífgun á börnum - grunnendurlífgun

Endurlífgun á börnum - sérhæfð endurlífgun

Endurlífgun nýbura

<< Til baka