Byltuvarnir - LSH

Byltur eru algengustu atvik hjá sjúklingum sem liggja inni á sjúkrahúsum. Hætta á byltum er mest hjá sjúklingum sem eru 65 ára eða eldri og hjá sjúklingum 50-64 ára sem metnir eru í byltuhættu vegna undirliggjandi sjúkdóma eða ástands. Bylta er skilgreind sem atburður þar sem einstaklingur fellur óviljandi niður á gólf, jörð eða annan lágan flöt.

Byltur geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga og þeim fylgir gríðarlegur kostnaður.

Óraunhæft er að ætla að hægt sé að koma í veg fyrir allar byltur en erlendar rannsóknir sýna að með markvissum aðgerðum er hægt að fækka þeim umtalsvert og þar með draga úr þjáningum sjúklinga og kostnaði þeim samfara.

Uppfært í okt. 2021

Byltur, leiðbeiningar á vef LSH

<< Til baka