Brjóstverkir - LSH

Verkur fyrir brjósti er algeng ástæða þess að sjúklingar leita til læknis og árlega koma t.a.m. á fimmta þúsund manns á bráðamóttöku Landspítalans við Hringbraut með bráð hjartavandamál. Nýlega hafa verið gefnar út nýjar klínískar leiðbeiningar um brátt kransæðaheilkenni í Evrópu og í Bandaríkjunum. Við endurskoðun leiðbeininga um greiningu og meðferð brjóstverkja á Landspítalanum var tekið mið af þeim, ásamt leiðbeiningum um meðferð sjúklinga með kransæðastíflu og ST hækkun.

Eins og ávallt þá eru klínískar leiðbeiningar fyrst og fremst leiðbeinandi svo er einnig hér hvað varðar upphafsrannsóknir og meðferð sjúklinga sem koma á bráðamóttöku með brjóstverk. Vera kann að það vinnulag sem lagt er til henti ekki öllum sjúklingum með brjóstverk og í þeim tilvikum eru rannsóknir og meðferð ákvörðuð samkvæmt klínísku mati hverju sinni.

Útgefið 1. janúar 2009

Brjóstverkir, leiðbeiningar á vef LSH

<< Til baka