Blóðræktanir - LSH

Blóðræktanir eru ómetanlegar til að greina blóðsýkingar, en líkt og með aðrar greiningarrannsóknir er mikilvægt að ákvörðun um sýnatökuna sé vel studd faglegum rökum og að verklag við sjálfa sýnatökuna sé vandað. Þetta á bæði við um upphaflegar og endurteknar ræktanir. U.þ.b. 12% blóðræktana reynast jákvæðar, en þar af er um þriðjungur talinn mengun.

Það er mjög bagalegt þegar ekki er vandað til verka við sýnatöku því mengun í kolbum leiðir til óþæginda fyrir sjúklinga og mikils kostnaðarauka vegna óþarfa sýklalyfjagjafa, endurtekinna ræktana, aukinnar vinnu starfsfólks og lengri sjúkrahúsdvala. Árið 2010 voru gerðar rúmlega 9.000 blóðræktanir á Landspítala. Kostnaður við hverja ræktun er 5500 kr og heildarkostnaður því um 50 milljónir.

Útgefið 1. febrúar 2011

Blóðræktanir, leiðbeiningar á vef LSH

<< Til baka