Bláæðasegasjúkdómar - LSH

Tilgangur þessara leiðbeininga er að gera greiningu og meðferð bláæðasegasjúkdóma (venous thromboembolism, VTE) markvissari. Þær byggja á gagnreyndum rannsóknum og viðurkenndum leiðbeiningum um meðferð þessara sjúkdóma. Einkum höfum við tekið mið af leiðbeiningum British Society for Haematology og British Thoracic Society sem og leiðbeiningum frá American College of Chest Physicians sem voru gefnar út í júní 2008.

Í vinnuhópnum sem stóð að gerð leiðbeininganna voru Agnes Smáradóttir, Hrönn Harðardóttir, Óskar Einarsson, Halldór Benediktsson, Brynjar Viðarsson, Elísabet Benedikz. Enn fremur var fengin umsögn ýmissa sérfræðinga sem nefndir eru í formála. Stytt útgáfa sem hægt er að prenta í vasabroti er ætluð til hagræðingar fyrir þá sem vilja hafa leiðbeiningarnar við hendina. Athugasemdir og fyrirspurnir berist til Agnesar Smáradóttur (agnessma@landspitali.is). Þar er einnig hægt að nálgast prentaða útgáfu af heildarleiðbeiningum sem og vasabrotsútgáfu.

Útgefið 1. febrúar 2009

Bláæðasegasjúkdómar, leiðbeiningar af vef LSH

 

 

<< Til baka