Bevacízúbmab (Avastin) - LSH

Bevacízúmab ásamt 5-flúoróúracíli/fólínínsýru eða 5-flúoróúracíli/fólínínsýru/írinótekani (IFL) er ætlað sem fyrsta val við meðferð hjá sjúklingum með krabbamein í ristli eða endaþarmi með meinvörpum sem ekki hafa áður fengið meðferð með krabbameinslyfjum.  Bevacízúmab ásamt carboplatíni og paklítaxeli er ætlað sem upphafsmeðferð hjá fullorðnum sjúklingum með langt gengið þekjufrumukrabbameini í eggjastokkum, krabbameini í eggjaleiðurum og krabbameini í lífhimnu. Bevacízúmab, ásamt carboplatíni og gemcítabíni er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með fyrstu endurkomu þekjufrumukrabbameins í eggjastokkum, krabbameins í eggjaleiðurum og krabbameins í lífhimnu, sem eru næm fyrir platínusamböndum og hafa ekki áður fengið meðferð með bevacízúmabi eða öðrum VEGF hemlum eða lyfjum sem beinast að VEGF viðtökum. Bevacízúmab, ásamt paklítaxeli, tópótekani eða pegýleruðu doxórúbicíni í lípósómum er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með endurkomu þekjufrumukrabbameins í eggjastokkum, krabbameins í eggjaleiðurum og krabbameins, sem eiga upptök í lífhimnu og eru ónæm fyrir platínusamböndum og hafa ekki áður fengið fleiri en tvær samsetningar krabbameinslyfjameðferðar og hafa ekki áður fengið meðferð með bevacízúmabi eða öðrum VEGF hemlum eða lyfjum sem beinast að VEGF viðtökum.
Bevacízúmab (Avastin) við dreifðu ristil- og endaþarmskrabbameini og eggjastokkakrabbameini.

 

Uppfært 06. janúar 2015

Bevacízúbmab (Avastin), leiðbeiningar á vef LSH

Vefsíða yfirfarin 12.01.2015

<< Til baka