Benzódíazepin-lyf

Frá 1980 hafa benzódíazepín-lyf verið með mest ávísuðu geðlyfjum á Íslandi sem og í nágrannalöndum okkar. Áður voru barbítúröt ásamt mepróbamati notuð sem svefnlyf og róandi lyf. Með tilkomu benzódíazepín-lyfja var því haldið fram að nú væru komin róandi lyf og svefnlyf með færri aukaverkunum, minni ávanabindingu og færri eiturverkunum en áðurnefnd lyf. Á síðustu 15-20 árum hefur þó komið í ljós að benzódíazepín-lyf eru langt í frá að vera laus við þessi vandamál.

Um mitt árið 1992 voru skráð á Íslandi tvö lyf úr flokki cýklópýrrólón-lyfja: zópiklón og zolpidem. Þessi lyf virka á benzódíazepín-viðtaka en voru þróuð með það í huga að draga úr þeim aukaverkunum sem benzódíazepín-lyf hafa, s.s. ávanabindingu og afturkastsáhrifum, en rannsóknir hafa þó ekki staðfest það.

Klínískar leiðbeiningar um notkun benzódíazepín-lyfja. - Leiðbeiningar um ábendingar, ávísun og stöðvun lyfjanotkunar, sem nú koma út, eru byggðar á leiðbeiningum um þetta efni frá Institut for Rationel Farmakoterapi (IRF) sem er hluti af dönsku lyfjastofnuninni.

Útgefið 2. október 2008

Endurskoðað 20. nóvember 2013

 

Stýrihópur um klínískar leiðbeiningar leggur til að vitnað sé til þessara
leiðbeininga á eftirfarandi hátt:


Einarsdóttir R, Halldórsson M, Guðmundsson S, Helgason S. Klínískar leiðbeiningar um notkun benzódíazepínlyfja. Landlæknisembættið, 2008. (Skoðað dd. mán ár). Sótt á: XXXX

Ítarefni

Benzodiazepiner i almen praksis. Ordination og nedtrapning – en praktisk vejledning
IRF 2004.

Benzodiazepines: How can the use be reduced? Rationel Farmakoterapi no.1 (Januar 2007)

Use of Benzodiazepines Therapeutics Letter 54, Nov - Dec 2004

 

 

Um notkun bezódíazepín-lyfja. Leiðbeiningar um ábendingar, ávísun og stöðvun lyfjanotkunar. (pdf) 

Vefsíða yfirfarin 19.02.2014

<< Til baka