Bendamústín - LSH

Bendamústín er alkýlerandi frumuhemjandi lyf. Lyfið er skráð í Evrópu (EMA) til meðferðar sjúklinga með langvinnt eitilfrumuhvítblæði (CLL) sem ekki þola meðferð með flúdarabíni, lággráðu eitilfumukrabbamein (NHL) við endurkomu sjúkdóms eftir fyrri meðferð með rítúxímabi og mergæxli (MM) hjá sjúklingum sem eru eldri en 65 ára og eiga ekki kost á háskammtameðferð með eigin stofnfrumuígræðslu.

Lyfið er notað við ofangreindum ábendingum á öllum Norðurlöndunum. Gerð hefur verið kostnaðar- og ábatagreining á vegum NICE fyrir meðferð sjúklinga með langvinnt eitilfrumuhvítblæði sem ekki þola meðferð með flúdarabíni og hafa þær leiðbeiningar verið samþykktar.

Útgefið 30. mars 2012

Bendamústín, leiðbeiningar á vef LSH

<< Til baka