Amíódarónmeðferð - venjubundið eftirlit

Markmið með eftirliti er fyrst og fremst að greina aukaverkanir eða eituráhrif snemma og gera læknum kleift að bregðast við til að tryggja öryggi sjúklings. Til að auka öryggi og forðast tvíverknað með margrannsóknum ættu niðurstöður eftirlits hjartasérfræðings (og annarra) að berast öðrum læknum sem sinna sjúklingnum hvort sem er á stofu sérfræðinga, í heilsugæslu eða á öldrunarstofnun.

Ábendingar: Ýmsar hjartsláttartruflanir frá gáttum og sleglum, sér í lagi gáttatif og sleglahraðtaktur. Ákvörðun um notkun amíódaróns á að taka í samráði við hjartasérfræðing.

Útgefið ágúst 2010

 

Amíódarónmeðferð - venjubundið eftirlit. (pdf) 

<< Til baka