ADHD - vinnulag við greiningu og meðferð

Embætti landlæknis og starfshópur um gerð leiðbeininga um vinnulag við greiningu og meðferð ADHD, hefur unnið að styttri og endurskoðaðri útgáfu leiðbeininganna og birtast þær nú á vef embættisins.

Þessi vinna er tilkomin vegna nýrra greiningarskilmerkja DSM-V og óska fagfólks um styttri útgáfu leiðbeininganna.

Leiðbeiningar um Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrest með ofvirkni voru fyrst gefnar út á vef Embættis landlæknis í desember 2007 og endurskoðu útgáfa í mars 2012. Þar er að finna ítarlegri umfjöllun um öll atriði leiðbeininganna, með þeim fyrirvara þó að lyfjatafla sem þar er birt er fallin úr gildi.

 

Ný og endurskoðuð tafla um notkun lyfja er að finna á bls 12 í styttri útgáfu leiðbeininganna sem nú eru gefnar út.

Eftirtaldir aðilar hafa unnið að þessari styttu og endurskoðuðu útgáfu leiðbeininganna: 

   
Brynjar Emilsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði, geðsviði LSH
Gísli Baldursson, sérfræðingur í barna og unglingageðlækningum, BUGL
Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir, sérfræðingur í geðlækningum, LSH
Haukur Örvar Pálmason, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði, BUGL
H. Magnús Haraldsson, sérfræðingur í geðlækningum, geðsviði LSH
Páll Magnússon, sérfræðingur í klínískri barnasálfræði, geðsviði LSH

Reykjavík 19 júní 2014

 

 

 

ADHD - vinnulag við greiningu og meðferð - stytt útgáfa leiðbeininga júní 2014 (pdf) 

ADHD - Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (pdf) 

Vefsíða yfirfarin 19.06.2014

<< Til baka