Dreifibréf nr. 4/2022. Bólusetning gegn árlegri inflúensu.

Bólusetning gegn árlegri inflúensu

Inflúensubóluefni verður tilbúið til afhendingar frá dreifingaraðila 13. september nk.

Bóluefni sem notað verður í bólusetningum veturinn 2022-2023 samkvæmt samningum sóttvarna­læknis við Vistor er:  

Vaxigrip Tetra – 90.000 skammtar skv. samningi við útboð 2019 og viðauka-samningum 2021.

Dreifingu bóluefnis í september verður forgangsraðað til heilbrigðis­stofnana og hjúkrunarheimila en aðrir sem fá úthlutað bóluefni fá það afhent eftir 7. október. Þessi tilhögun verður kynnt almenningi.
Magn bóluefnis sem aðilar sem sinna bólusetningum geta pantað miðast við það magn sem óskað var eftir eða notað 2021-2022. Frá 21. október falla niður merkingar sóttvarnalæknis á bóluefni sem ekki hefur verið pantað.

Afhending er ókeypis frá seljanda til kaupenda hjá Distica hf., á höfuðborgarsvæðinu og á pósthús eða viðeigandi flutningamiðstöð til kaupenda utan fyrrgreinds svæðis. Allir sem panta bóluefnið hjá Distica þurfa að greiða fullt innkaupsverð bóluefnanna skv. samningum sóttvarnalæknis við Vistor og ræðst endanlegt verð af lyfjaverðskrárgengi september­mánaðar 2022. Aðilar sem óska eftir að sækja bóluefni til Distica geta fengið það afhent 17. október eða síðar.


Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Barnshafandi konur.       
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

Sóttvarnalæknir mælist til þess að ofangreindir forgangshópar fái bóluefnið sér að kostnaðarlausu en til að svo megi verða þarf einungis að krefja þessa einstaklinga um greiðslu fyrir umsýslukostnaði.

Sóttvarnalæknir endurgreiðir innkaupsverð bóluefnisins fyrir þessa forgangshópa (ekki umsýslukost-nað) en þá þarf að senda reikning á rafrænu formi til embættis landlæknis fyrir 1. júní 2023.

Einnig þarf að senda rafrænt fylgiskjal á excel-formi samhliða reikningi til sóttvarnalæknis með upplýsingum um hina bólusettur: Kennitölu, dags. bólusetninga, nafni bóluefnis og hvaða áhættuhópi einstaklingarnir tilheyra.

Nánari upplýsingar gefur Júlíana Héðinsdóttir í tölvupósti: juliana@landlaeknir.is

Sóttvarnalæknir

<< Til baka