Dreifibréf nr. 2/2020. Sýnataka vegna COVID-19

Mikilvægt er að sýnataka fari fram þegar grunur leikur á að einstaklingur sé smitaður af SARS-CoV-2.
Að gefnu tilefni vilja landlæknir og sóttvarnalæknir minna á mikilvægi þess að sýnataka fari fram þegar minnsti grunur leikur á að einstaklingur sé með COVID-19 sýkingu. Þrátt fyrir að faraldur COVID-19 hafi að mestu verið kveðinn niður hér á landi þá er líklegt að veiran sé enn til staðar í samfélaginu. Því er einkar mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk sé meðvitað um þær ábendingar sem eru fyrir sýnatöku. Þessar ábendingar eru eftirfarandi og þarf einstaklingur aðeins að uppfylla eitthvert eftirfarandi einkenna:

  • hiti ≥ 38,5°C við skoðun
  • bein- og vöðvaverkir
  • hósti eða andþyngsli
  • skyndilegar breytingar á bragð- og/eða lyktarsykni
  • önnur sjaldgæfari einkenni, t.d. kvefeinkenni, hálssærindi, ógleði, uppköst eða niðurgangur

Æskilegt er að taka bæði háls- og nefkoksstrok vegna PCR-mælingar. Sýnin eru sett í sama sýnaglasið og verður þá meðhöndlað sem eitt sýni. Ef eitt sýni er tekið er nefkoksstrok talið betra en hálsstrok.

Ítarefni:

Reykjavík, 2. júlí 2020

Landlæknir
sóttvarnalæknir

<< Til baka