Dreifibréf nr. 3/2017. Inflúensubóluefni veturinn 2017−2018

Tilkynning frá sóttvarnalækni

Efni: Inflúensubóluefni veturinn 2017−2018

 

Sóttvarnalæknir vill vekja athygli á því að einungis eru eftir um 5.000 skammtar af inflúensubóluefni hjá dreifingaraðila.

Það stefnir því í skort á inflúensubóluefni þennan veturinn en aldrei hafa verið keyptir eins margir skammtar til landsins eða 65.000 skammtar. Ekki er útlit fyrir að meira fáist af bóluefni frá framleiðanda.

Sóttvarnalæknir vill eins og áður hvetja lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn til að láta eftirfarandi einstaklinga í áhættuhópum njóta forgangs við bólusetningu:

  • Alla einstaklinga 60 ára og eldri. 
  • Öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. 
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan. 
  • Þungaðar konur.


Reykjavík, 11. október 2017
Sóttvarnalæknir

 

<< Til baka