Dreifibréf nr. 1/2017. Upplýsingagjöf til almennings varðandi lög um lífsýnasöfn og heilbrigðisupplýsingar

Upplýsingagjöf til almennings varðandi ákvæði í lögum um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga nr. 110/2000

Samkvæmt lögum um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga nr. 110/2000 ber landlækni að kynna fyrir almenningi ákvæði ofannefndra laga. Á það sérstaklega við um samþykki lífsýnisgjafa og rétt einstaklinga. Hér með er farið fram á að meðfylgjandi upplýsingar verði gerðar aðgengilegar einstaklingum sem koma til lífsýnatöku á starfsstöðinni.

Í 2. mgr. 5. gr. reglugerðar um vörslu og nýtingu lífsýna í lífsýnasöfnum nr. 1146/2010 segir:

Áður en þjónustusýnis er aflað skal heilbrigðisstarfsfólk vekja athygli lífsýnisgjafa eða lögráðamanns á upplýsingum frá landlækni [...]. Sé lífsýnisgjafi tímabundið ófær um að taka við upplýsingum skal veita honum upplýsingar þegar hann verður fær um að tileinka sér þær, annars skulu þær veittar nánasta aðstandanda.

Óskað er eftir því að blaðið sem merkt er „Frá landlækni" verði hengt upp á áberandi stað á biðstofum og á sýnatökustöðum. Heimilt er að ljósrita blaðið ef þörf er á fleiri eintökum. Einnig má nálgast rafræna útgáfu upplýsingablaðsins á vefnum.

Með þessu dreifibréfi fylgja jafnframt eftirtalin skjöl sem æskilegt er að verði aðgengileg í móttöku ef einstaklingar óska eftir frekari upplýsingum:

  • Lög um um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga, nr. 110/2000,
  • Reglugerð nr. 1146/2010 um vörslu og nýtingu lífsýna í lífsýnasöfnum,
  • Samantekt á þeim atriðum úr lögunum sem snúa að einstaklingum.

Þessi skjöl má einnig finna á vefsíðunni Lög og reglugerðir.

Úrsagnareyðublöð eru aðgengileg á vefsetri Embættis landlæknis, sjá Úrsagnarbeiðni (PDF).

Einnig má hafa samband við Embætti landlæknis í síma 510 1900, við Lauru Scheving Thorsteinson eða Guðrúnu Kr. Guðfinnsdóttur.

 

Landlæknir


Sent til heilbrigðisstofnana, heilsugæslustöðva og
starfsstöðva þar sem lífsýni eru tekin

Síðast uppfært 10.04.2017

<< Til baka