Dreifibréf nr. 5/2015. ADHD meðferð fullorðinna

Tilmæli landlæknis til geð- og taugalækna varðandi ADHD meðferð fullorðinna


  1. Ef sjúklingur sem leitar til læknis hefur áður verið greindur eða skimaður neikvætt hjá ADHD teymi Landspítala beinir landlæknir þeim tilmælum til lækna að þeir taki ekki þá sjúklinga til endurgreiningar á ADHD. Forsenda fyrir lyfjaskírteini er jákvæð ADHD-greining.
     
  2. Landlæknir ítrekar fyrri tilmæli um að læknar ávísi ekki metýlfenidati á sjúklinga nema þeir séu með tilheyrandi skírteini frá SÍ.
     
  3. Ef læknir telur nauðsynlegt að hefja lyfjameðferð beinir landlæknir þeim tilmælum til hans að farið verði eftir því sem segir í sérlyfjaskrá um lyfjameðferð á ADHD.

Reykjavík, 23. september 2015

Birgir Jakobsson
landlæknir 

Sent til geðlækna og taugalækna

<< Til baka