Dreifibréf nr. 2/2015. Lyfjagjafir í heilbrigðisþjónustu

Vegna fjölda fyrirspurna sem Embætti landlæknis hafa borist varðandi lyfjagjafir, sem aðallega lúta að hjúkrunarheimilum, vill embættið taka eftirfarandi fram.

Brýnt er að koma í veg fyrir lyfjaatvik í heilbrigðisþjónustu, þar sem þau geta verið mjög afdrifarík. Embættið vill vekja athygli á að eftirfarandi atriði stuðla að auknu öryggi við lyfjagjafir.

  • Mikilvægt er að starfsfólk sem sér um lyfjagjafir búi yfir þekkingu þar að lútandi og hafi fengið viðeigandi fræðslu.
     
  • Nauðsynlegt er að fyrir hendi séu skýrar verklagsreglur um lyfjagjafir, sem kynntar eru öllu hlutaðeigandi starfsfólki enda kemur eftirfarandi ákvæði fram í lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012:

16. gr. Aðstoðarmenn og nemar.

Heilbrigðisstarfsmaður ber ábyrgð á því að aðstoðarmenn og nemar, sem starfa undir hans stjórn, hafi næga hæfni og þekkingu og fái nauðsynlegar leiðbeiningar til að inna af hendi störf sem hann felur þeim.

  • Af öryggisástæðum mælir embættið gegn því að ófaglært starfsfólk gefi stungulyf.
  • Brýnt er að takmarka truflanir við lyfjagjafir eins og unnt er.


Reykjavík, 12. febrúar 2015 

Landlæknir


Sent til framkvæmdastjóra hjúkrunar/hjúkrunarforstjóra á hjúkrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum 


<< Til baka