Dreifibréf nr. 1/2015. Túlkun á Apgar stigum og þýðing á upprunalega Apgar kvarðanum

Á undanförnum mánuðum hefur átt sér stað umræða um túlkun á Apgar stigum og þýðingu á upprunalega Apgar kvarðanum eins og Virginia Apgar svæfingalæknir setti hann fram.

Aðdragandi þessarar umræðu var að Ísland var með tiltölulega hátt hlutfall barna með Apgar stig undir 7 við 5 mínútna aldur, sem gæti bent til dulins súrefnisskorts (asphyxiu).

Við eftirgrennslan kemur í ljós að þýðing á enska heitinu ,,grimace" er þýtt sem grátur en í reynd þýðir það gretta eða viðbragð.
Hópur sérfræðinga á fæðingardeild Landspítalans og Barnaspítala Hringsins hefur lagt til að þessari þýðingu verði breytt og að þessi liður í Apgar stigum verði þýtt sem ,,viðbragð við örvun"

Þessi liður verður þá:

Svar við örvun (var svar við ertingu);

0= ekkert (óbreytt);

1= bregst við (örvun) ( var: grátur) og

2= grætur (var: kröftugur grátur).

Landlæknir tekur undir mikilvægi þess að gera þessa breytingu og mælist til þess að allir heilbrigðisstarfsmenn sem koma að fæðingum og gefa Apgar stig, breyti þessum lið hjá sér til samræmis við þessar tillögur, til þess að tryggja samræmda skráningu Apgar stiga á landsvísu.

Reykjavík 9. febrúar 2015

Landlæknir

 

Sent til Landspítala, Sjúkrahúsins á Akureyri, Heilbrigðisstofnana, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilsugæslunni Salahverfi, Heilsugæslunni Lágmúla.

Afrit sent til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Ljósmæðrafélags Íslands.

 

<< Til baka