Dreifibréf nr. 2/2014. Leiðbeiningar um bólusetningu gegn pneumókokkum og meðferð við stunguóhöppum.

Tilkynning frá sóttvarnalækni

Efni: Leiðbeiningar um bólusetningu gegn pneumókokkum og meðferð við stunguóhöppum.

Sóttvarnalæknir hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um bólusetningu gegn pneumókokkum og  leiðbeiningar um meðferð við stunguóhöppum sem leitt geta til ýmissa sýkinga.

Þessar leiðbeiningar um bólusetningu gegn pneumókokkum koma í stað fyrri leiðbeininga um efnið, en leiðbeiningar um meðferð við stunguóhöppum hafa ekki verið gefnar út áður af sóttvarnalækni.

Heilbrigðisstarfsmönnum er vinsamlega bent á að skrá bólusetningarnar (eins og aðrar bólusetningar) í ónæmiskortið í Sögu sé þess nokkur kostur.

Leiðbeiningarnar má finna á heimasíðu Embættis landlæknis (sjá linka hér að ofan).

 

Reykjavík 23. maí 2014 
Sóttvarnalæknir


Sent til heilbrigðisstofnana, lækna, sviðsstjóra og hjúkrunarforstjóra sjúkrahúsa,
lyfjabúra sjúkrahúsa, læknastofa, stofnana fyrir aldraða og Lyfjastofnunar Íslands.

<< Til baka