Dreifibréf nr. 11/2000. Fjölmiðlar og sjúklingar

Viðtöl fjölmiðla við sjúklinga og umfjöllun um málefni þeirra

Að gefnu tilefni vill landlæknir minna forstöðumenn og faglega stjórnendur heilbrigðisstofnana á ábyrgð þeirra varðandi aðgengi fjölmiðla að sjúklingum og upplýsingar til fjölmiðla um sjúklinga og vistmenn.

Í öllum tilvikum verður að tryggja að viðtöl og myndataka séu með vilja og fullu samþykki sjúklings og/eða aðstandenda hans, að virðingar þeirra sé gætt og að sjúklingur hafi hæfni til að meta mögulegar afleiðingar slíkra viðtala eða umfjöllunar.

6. september 2000
Landlæknir


Uppfært 25. maí 2012

 

<< Til baka