Dreifibréf Nr. 2/2007. Skráning og tilkynning líkamsárása

Dreifibréf Landlæknisembættisins og Vinnueftirlitsins

Tilvísun Vinnueftirlits: 200703-0078/ 2.02.00 Vinnuslys

 

Heilbrigðisstarfsfólk verður því miður stöku sinnum fyrir árás á vinnustað sínum, frá sjúklingum, aðstandendum eða öðrum sem leita til heilbrigðisþjónustunnar. Athygli er vakin á að sú skylda hvílir á atvinnurekanda að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi starfsmanna sinna. Í þeirri skyldu felst m.a. að atvinnurekanda ber að leitast við að koma í veg fyrir að starfsmenn verði fyrir árásum í einu eða öðru formi í tengslum við eða vegna vinnu sinnar.

Öll vinnuslys og óhöpp eru skráningarskyld á vinnustöðum og slys sem valda lengri veikindafjarvistum en degi til viðbótar við slysadag eða þar sem grunur leikur á alvarlegu heilsutjóni eru tilkynningarskyld til Vinnueftirlitsins.

Landlæknisembættið beinir því sérstaklega til heilbrigðisstofnana að líkamsárás flokkast sem atvik og ber að skrá sem slíkt.

Landlæknisembættið og Vinnueftirlitið vilja undirstrika að öll þessi óhöpp eru skráningarskyld og eftir atvikum tilkynningarskyld til Vinnueftirlitsins eins og um hvert annað vinnuslys væri að ræða.

Góð skráning á landsvísu á þessum alvarlegum atburðum er mikilvægur hlekkur í því að vinna að markvissum forvörnum og því vonumst við eftir að heilbrigðisstarfsmenn taki þessari áréttingu vel.

 

Seltjarnarnesi, 19. mars 2007

Landlæknir

Yfirlæknir Vinnueftirlitsins

 

Sent til stjórnenda, öryggistrúnaðarmanna og varða og stéttarfélaga í heilbrigðisþjónustu.

Dreifibréfið var sent út af Vinnueftirliti ríkisins 23. mars 2007

 

Uppfært 28. nóvember 2008

 

<< Til baka