Dreifibréf nr.15/2008. Meðferð lífsýna

Aukin umræða hefur verið um öryggi í heilbrigðisþjónustu að undanförnu, þar á meðal um hvernig best sé að tryggja að lífsýni ruglist ekki. Landlæknisembættið telur mikilvægt að leita allra leiða til að tryggja rétta meðferð lífsýna og fyrirbyggja slík atvik.

Til Landspítala berast fjölmörg sýni víðs vegar að af landinu, bæði frá stofnunum og einkareknum stofum. Embættið hefur því leitað tillagna frá Landspítalanum varðandi hvernig frágangi sýna er best háttað.

Landlæknisembættið mælist til um að eftirfarandi ráðstafanir séu gerðar:

Ábeiðni skal koma fram:

1. Númer og nafn læknis, deild og stofnun.
2. Nafn og kennitala sjúklings.
3. Dagsetning og tími sýnatöku.
4. Merkja skal skýrt við þær rannsóknir sem óskað er eftir.
5. Merkja við bráðarannsókn ef þess er óskað.

 

  • Sýnaglös skulu án undantekningar merkt með límmiða, þar sem nafn og kennitala sjúklings er skráð. Æskileg stærð límmiða er 2,5 x 6 cm eða minni. Vanti persónuauðkenni sjúklings á sýnaglas áskilur rannsóknastofa sér rétt til að vísa sýni frá.
  • Hvert og eitt sýni sé sett í til þess gert plastumslag, þ.e. með einu hólfi fyrir sýnaglas og öðru fyrir beiðni. Ef verið er að senda fleiri en eitt sýni má setja plastumslögin saman í kassa eða sterkt umslag. Plastumslög fást á Birgðastöð Landspítalans, Tunguhálsi 2, sími: 543 1000.                              * Leiðrétting
  • Ætíð skal ganga þannig frá sýnaglösum að þau séu nægilega vel varin og í þar til gerðum umbúðum til að draga úr líkum á að þau brotni. Þannig má koma í veg fyrir smithættu eða að sýnið eyðileggist og tefji fyrir rannsókn. 

 

Landlæknisembættið vonast til að tekið verði tillit til þessara tillagna. Einnig óskar embættið eftir því að dreifibréfinu verði dreift til þeirra starfsmanna sem málið varðar.


Seltjarnarnesi, 7. nóvember 2008
Landlæknir

Sent til sjúkrahúsa, heilbrigðisstofnana, Sérfræði-/læknastofa, heilsugæslustöðva og sjálfstætt starfandi heimilislækna.

* Leiðrétting. 1. desember 2008:
Fyrir starfsfólk utan LSH: Plastumslög fást hjá Múlalundi, Vinnustofu SÍBS, Hátúni 10C, sími 562 8500 og 562 8501, www.mulalundur.is.

Uppfært 1. desember 2008

 

<< Til baka