Dreifibréf nr. 10/2009. Ung- og smábarnavernd

Endurskoðuð Handbók í ung- og smábarnavernd verður sett á heimasíðu Landlæknisembættisins 1. september n.k. (gæti þó tafist um 1-2 daga). Handbókin verður sett inn sem heildarplagg og einnig sundurliðuð í kafla. Fyrst um sinn verður handbókin eingöngu gefin út á vef Landlæknisembættisins.

Ný útgáfa af SÖGU (SAGA 33) verður tilbúin í september. Hún verður fyrst sett upp hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en síðan á landsvísu, væntanlega lokið fyrir áramót. Í nýju útgáfunni er m.a. sérstök eining fyrir ung- og smábarnavernd, en einnig eru aðrar breytingar þar inni.

Þær heilsugæslustöðvar sem ekki eru komnar með nýju útgáfuna geta notað eyðublaðið Skoðun í núverandi útgáfu SÖGU. Skrifa þarf í texta hvaða skoðun um ræðir og nákvæman aldurs barns (t.d. 4 ára, 6 mánaða og 2 daga). Skrá útkomu úr PEDS og BRIGANCE og þau úrræði sem voru ráðlögð ef það á við. Á þessu blaði er hægt að skrá allar upplýsingar s.s. sjónpróf. Í nýju útgáfunni verður PEDS og BRIGANCE rafrænt en þar til uppfærsla hefur verið gerð verður að skrá niðurstöður á pappírsformi. Heilsugæslustöðvar geta ákveðið að skanna eyðublöðin í SÖGU til að hafa þau í rafrænni sjúkraskrá barnsins. Endurmat, eftirfylgd og stöðlun matstækjanna verður á ábyrgð Landlæknisembættisins og Námsmatsstofnunar.

Bólusetningar verða samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlæknis.

Landlæknisembættið mælir með að nýtt fyrirkomulag í ung- og smábarnavernd verði tekið upp 1. september 2009 eða jafn skjótt og heilsugæslustöðvar teja sig fullfærar um það.

Ung- og smábarnavernd. Leiðbeiningar um heilsuvernd barna 0-5 ára. (PDF, 3,45 MB)


Seltjarnarnesi, 31. ágúst 2009
Landlæknir

 

Sent til: Yfirhjúkrunarfræðinga/framkvæmdastjóra hjúkrunar, yfirlækna/framkvæmdastjóra lækninga á heilbrigðisstofnunum/heilsugæslustöðvum, Miðstöðvar heilsuverndar barna, Miðstöðvar mæðraverndar.

Afrit sent heilbrigðisráðuneytinu.

 

<< Til baka