Dreifibréf nr. 8/2009. Adrenalín, atrópín og efedrín

Talsverð óþægindi hafa skapast af því að stungulyfin adrenalín, atrópín og efedrín hafa eingöngu fengist afgreidd gegn undanþágu, en því fylgir mikil skriffinska. Í samráði við heilbrigðisyfirvöld hefur Actavis nú markaðssett þessi lyf.

Sérstök athygli er vakin á því að atrópín er nú í styrkleikanum 0.5 mg/ml, en var áður í 1.0 mg/ ml.

Til Landlæknisembættisins hafa komið tilkynningar um að þessum lyfjum hafi verið víxlað vegna líkra nafna og líkra umbúða. Umbúðirnar hafa nú verið merktar mismunandi litum eftir lyfjum, adrenalín er í blárri pakkningu, atrópín í appelsínugulri og efedrín í grænni pakkningu, eins og nánar má sjá í meðfylgjandi tilkynningu frá Actavis.

Dreifibréf þetta er gert í samvinnu við Lyfjastofnun og Actavis.


Seltjarnarnesi, 25. júní 2009.

Landlæknir

Sent læknum.


Ath: Dreifibréf Landlæknisembættisins verða framvegis eingöngu send í tölvupósti.

 

<< Til baka